Aðalsafnaðarfundur Ólafsvallasóknar 21. maí

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvallasóknar verður haldinn í Bókasafninu í Brautarholti þriðjudaginn 21. maí nk. kl. 20.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Ma þarf að kjósa um tvo aðalmenn í sóknarnefnd og tvo til vara.  Þá þarf að taka afstöðu til umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda á kirkjunni.  Sóknarfólk hvatt til að mæta.

Sóknarnefnd Ólafsvallasóknar

Tvennir tímar í messu á Stóra-Núpi 5. maí

Sunnudaginn 5. maí nk. mun söngsveitin Tvennir tímar syngja við guðsþjónustu í Stóra-Núpskirkju kl. 11.  Tvenna tíma skipa eldri borgarar úr sveitunum okkar en stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson.  Allir eru hjartanlega velkomnir!

Helgihald um páska og í sumarbyrjun

Framundan eru fjölbreyttir viðburðir í kirkjunum okkar.  Komum saman og njótum – allir velkomnir!

14. apríl – pálmasunnudagur: Ferming í Stóra-Núpskirkju kl. 11.

18. apríl – skírdagur: Ferming í Hrepphólakirkju kl. 13.

19. apríl – föstudagurinn langi: Passíusálmalestur í Hrepphólakirkju frá kl. 13-17:30.  Yfir fimmtíu lesarar koma að lestrinum.  Kaffiveitingar í safnaðarheimili á meðan á lestri stendur.

21. apríl – páskadagur: Hátíðarmessa í Hrunakirkju kl. 8.  Morgunverður í boði sóknarnefndar í safnaðarheimili á eftir.  Hátíðarmessa í Stóra-Núpskirkju kl. 11.

25. apríl – sumardagurinn fyrsti: Fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.

Gleðilega páska og gleðilegt sumar!

 

7. apríl: Báðir kirkjukórarnir syngja við messu í Hrunakirkju kl. 14

Báðir kirkjukórar prestakallsins syngja við messu í Hrunakirkju sunnudaginn 7. apríl kl. 14.  Stefán og Þorbjörg organistar stýra söng og spili.  Jóna Heiðdís djáknanemi prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.  Kaffi á eftir í safnaðarheimili.  Sjáumst í kirkjunni – allir velkomnir!

24. mars: Fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólum og messa á Ólafsvöllum

Sunnudaginn 24. mars nk. verða tvær messur í prestakallinu.  Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11.  Þar mun Kirkjukórinn syngja ásamt Barnakór Flúðaskóla undir stjórn Önnu Þórnýjar Sigfúsdóttur.  Umsjón:  Sr. Óskar, Jóna Heiðdís djáknanemi og Stefán organisti.  Síðari messan er svo í Ólafsvallakirkju kl. 14.  Jóna Heiðdís djáknanemi predikar og aðstoðar í messugjörðinni.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttir.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!

10. mars: Messa í Stóra-Núpskirkju kl. 14

Sunnudaginn 10. mars nk. verður messa í Stóra-Núpskirkju kl. 14.  Kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Allir velkomnir.  Sóknarprestur.

Hversdagsmessu sem vera átti í kvöld 14. feb frestað vegna veikinda

Vegna veikinda verður að fresta hversdagsmessu sem vera átti í Hrunakirkju í kvöld 14. febrúar kl. 20.30.  Stefnt er að því að hafa messuna síðar og verður það þá vel kynnt.  Vert er þó að minna á messu unga fólksins sem verður í Hrunakirkju nk. sunnudag kl. 11.

Alls konar messur framundan: Sjáumst í kirkju!

Framundan, næstu dagana, eru alls konar messur í prestakallinu þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum:

10. febrúar:  Guðsþjónusta og skírn í Stóra-Núpskirkju kl. 11 og messa í Hrepphólakirkju kl. 14.  Dagur Fannar Magnússon, guðfræðinemi, prédikar í báðum messunum.

14. febrúar – fimmtudagur:  Hversdagsmessa í Hrunakirkju kl. 20:30.  Kirkjukórinn syngur lög Magnúsar Þórs Sigmundssonar við undirleik hljómsveitar hússins.  Stjórnandi tónlistar er Stefán Þorleifsson.

17. febrúar:  Messa unga fólksins í Hrunakirkju kl. 11.  Unglingarnir okkar annast messuna frá upphafi til enda í tali og tónum.

Sjáumst í kirkjunni – allir hjartanlega velkomnir!

 

10. febrúar: Dagur Fannar Magnússon guðfræðinemi prédikar í tveimur messum í prestakallinu

Sunnudaginn 10. febrúar nk. verða tvær messur í prestakallinu.  Sú fyrri verður í Stóra-Núpskirkju kl. 11 og sú síðari í Hrepphólakirkju kl. 14.  Kirkjukórarnir syngja við undirleik organistanna og í messunni á Stóra-Núpi verður barn borið til skírnar.  Dagur Fannar Magnússon, guðfræðinemi, prédikar í báðum messunum en hann er nú í starfsþjálfun hjá sóknarpresti.  Sjáumst í messu á sunnudaginn- allir velkomnir!

ATHUGIÐ: Dægurlagamessu 20. jan. í Hrunakirkju aflýst v. slæms veðurútlits

Dægurlagamessa sem vera átti í Hrunakirkju í kvöld 20. janúar kl. 20:30 er aflýst vegna slæms veðurútlits.  Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og spáð er hríð með kvöldinu.  Reynt verður að finna dægurlagamessunni stað í helgihaldinu á næstu vikum.