Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar – baukar á ferð á Flúðum

Mánudaginn 31. október verða fermingarbörn í Hrunaprestakalli á ferð á Flúðum með söfnunarbauka frá Hjálparstarfi kirkjunnar.  Þannig taka þau þátt í landssöfnun meðal allra fermingarbarna á landinu.  Verkefnið sem fermingarbörnin safna fyrir snýr að því að bæta aðgengi að hreinu vatni hjá bræðrum og okkar og systrum í Eþíópíu og Úganda.  Fermingarbörnin munu ganga í hús og fyrirtæki á Flúðum og verða auk þess í búðinni með söfnunarbauk.  Söfnunin fer fram á milli klukkan 16 og 18 á mánudaginn.  Takið vel á móti þeim!  Og þið sem eruð á facebook, endilega deilið þessari frétt.

Fjölskylduguðsþjónusta og guðsþjónusta með sálmum sr. Sigurbjarnar sunnudaginn 23. október

Sunnudaginn 23. október nk. verður fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju kl. 11.  Tónlist, söngur, biblíusaga og leynigestur.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Eftir hádegið verður síðan guðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 14.  Siðbreytingarinnar minnst og sálmar sr. Sigurbjarnar Einarssonar sungnir.  Molasopi á eftir í safnaðarheimili.  Allir velkominir. Sjáumst í kirkju um helgina!

9. október: Guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju og kvöldmessa með léttri tónlist í Hrepphólakirkju

Guðsþjónusta verður í Stóra-Núpskirkju sunnudaginn 9. október kl. 11.  Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Um kvöldið kl. 20:30 verður síðan kvöldmessa með léttri tónlist í Hrepphólakirkju.  Kirkjukórinn flytur þá hugljúfa sálma í bland við dægurlög.  Undirleikur og stjórn:  Stefán Þorleifsson organisti.  Sjáumst í kirkjunni!

2. október: Fjölskylduguðsþjónusta í Hruna og Tvennir tímar í messu á Ólafsvöllum

Sunnudaginn 2. október nk. verða tvær messur í prestakallinu.  Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11.  Þar verður mikið sungið, sögð biblíusaga og von er á ungum söngröddum sem syngja munu einsöng.  Félagar úr kirkjukór munu einnig syngja.  Umsjón með fjölskylduguðsþjónustunni hafa sr. Óskar og Stefán organisti.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Síðari messan er svo í Ólafsvallakirkju kl. 14.  Þar mun sönhópur eldri borgara í uppsveitunum, Tvennir tímar, leiða sönginn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Allir hjartanlega velkomnir!

Fermingarathafnir vorið 2017

Í samráði við foreldra fermingarbarna er ákveðið að fermingarathafnir í prestakallinu verði tvær og báðar á hvítasunnudag, 4. júní.  Sú fyrri verður í Hrepphólakirkju kl. 11 og hin síðari kl. 13:30 í Hrunakirkju.  Fermingarbörnin í vetur verða tólf talsins.

Dagskrá helgihaldsins haustmisserið 2016 og um áramót

Nú liggur fyrir dagskrá helgihaldsins á þessu haustmisseri og til áramóta.  Dagskráin verður send út á næstu dögum í öll hús í prestakallinu og er þess vænst að hún fái sinn stað á ísskápnum eða á minnistöflu heimilisins.  Einnig má sjá dagskrána hér hægra megin á heimasíðunni.  Fyrst á dagskránni er fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju sunnudaginn 2. október kl. 11 og svo messa kl. 14 sama dag í Ólafsvallakirkju en þar mun sönghópurinn Tvennir tímar leiða sönginn.  Framundan er fjölbreytt helgihald í kirkjum prestakallsins.  Sjáumst þar!

Uppskerumessa og fjölskylduhátíð laugardaginn 3. september

Laugardaginn 3. september verður uppskerumessa í Hrunakirkju kl. 11.  Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta.  Eftir messu verður farið í reiptog og pokahlaup og fleiri leiki.  Auk þess verður boðið upp á grillaðar pylsur, djús og kaffi.  Notaleg samvera fyrir alla fjölskylduna.  Allir velkomnir!  Sóknarprestur

Fundur með foreldrum fermingarbarna

Miðvikudagskvöldið 24. ágúst nk. kl. 20 verður fundur í safnaðarheimili Hrunakirkju með foreldrum fermingarbarna næsta veturs.  Rætt verður m.a. um skipulag starfsins og fermingardaga næsta vors.

Hestamannamessa, síðsumarmessa og uppskerumessa framundan

Sunnudagur 14. ágúst: Hestamannamessa í Stóra-Núpskirkju kl. 14. Fólk er hvatt til að koma ríðandi til messu. Hópreið leggur af stað úr Hrunamannahreppi frá Hruna kl. 11. Allir velkomnir!

Sunnudagur 21. ágúst: Síðsumarmessa í Tungufellskirkju kl. 14. Forsöngvari leiðir almennan safnaðarsöng. Allir velkomnir!

Laugardagur 3. september: Uppskerumessa kl. 11 í Hrunakirkju. Félagar úr kirkjukór leiða sönginn. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Reiptog, pokahlaup og fleiri leikir eftir messu.  Fjölskyldur fermingarbarna næsta vors hvattar til að mæta því messan markar upphaf fermingarundirbúningsins.  Grillaðar pylsur og molasopi.   Allir velkomnir!
Ég hlakka til samfunda í þessum messum nú í lok sumars – sjáumst í kirkjunni!

Sumarleyfi framundan – munið útvarpsmessurnar!

Framundan er sumarleyfi í helgihaldi í Hrunaprestakalli.  Bent er á að messað er bæði í Skálholtsdómkirkju og í Selfosskirkju á hverjum sunnudegi í sumar.  Þá er vert að minna á útvarpsmessur sem sungnar verða á sunnudagsmorgnum á Rás 1 kl. 11 af sunnlennskum söfnuðum.  Sunnudaginn 26. júní mun Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngja í útvarpsmessu en prestar þar eru sr. Óskar og sr. Halldór Reynisson sem prédikar.  Sunnudaginn 7. ágúst mun síðan Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngja í útvarpsmessu og sr. Óskar prédikar og þjónar fyrir altari.  Fyrsta messan í prestakallinu eftir sumarleyfi verður hestamannamessa í Stóra-Núpskirkju sunnudaginn 14. ágúst kl. 14.  Hópreið leggur af stað kl. 11 frá Hruna.

Sóknarprestur er í sumarleyfi í júlímánuði og til og með 5. ágúst.  Sr. Egill Hallgrímsson leysir af á þeim tíma en sími hans er 8946009.  Þá skal minnt á að neyðarsími presta í Árnessýslu er tengdur við lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurlands