Sumardagurinn fyrsti: Fjölskyldumessa og ferming á Ólafsvöllum

Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl nk. kl. 11, verður fjölskyldumessa í Ólafsvallakirkju sem markar lok barnastarfsins í vetur.  Í messunni verða tvö ungmenni úr prestakallinu fermd, þau Kristín Huld Stefánsdóttir og Valdimar Eiríkur Hauksson.  Sunnudagaskólalögin verða að sjálfsögðu tekin í bland við fermingarsálmana sem kirkjukórinn mun leiða undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur, organista.  Allir hjartanlega velkomnir!

Helgihald um páska

14. apríl – föstudagurinn langi: Passíusálmalestur í Hrepphólakirkju frá kl. 13 til 17.  Fjölskyldur fermingarbarna og fulltrúar eldri borgara verða meðal fjölmargra lesara í ár. Kaffiveitingar í safnaðarheimili á meðan á lestri stendur.
16. apríl – páskadagur: Hátíðarmessa í Hrunakirkju kl. 8 og morgunkaffi í safnaðarheimilinu á eftir.   Hátíðarmessa í Hrepphólakirkju kl. 11 og hátíðarmessa í Ólafsvallakirkju kl. 14.

Passíusálmalestur í Hrepphólakirkju á föstudaginn langa

Á föstudaginn langa, 14. apríl nk., verða að venju allir Passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar lesnir upp í Hrepphólakirkju.  Fjöldi lesara á öllum aldri kemur að lestrinum sem hefst stundvíslega kl. 13.  Á milli sálmalestra verður lesið úr píslarsögu guðspjallanna.  Boðið er upp á kaffiveitingar í safnaðarheimilinu á meðan á lestri stendur en gert er ráð fyrir að honum ljúki um kl. 17:30.  Allir hjartanlega velkomnir!

Aðalsafnaðarfundir framundan í Hrunamannahreppi

Aðalsafnaðarfundir eru framundan þar sem farið er yfir starf og rekstur síðasta árs og horft til framtíðar.  Aðalsafnaðarfundur Hrepphólasóknar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar mánudagskvöldið 27. mars nk. kl. 20.  Aðalsafnaðarfundur Hrunasóknar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar mánudagskvöldið 10. apríl kl. 20.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Almennar umræður og kaffiveitingar.  Allir hjartanlega velkomnir!

Aðalsafnaðarfundur Hrepphólasóknar

Aðalsafnaðarfundur Hrepphólasóknar verður haldinn í safnaðarheimili kirkjunnar mánudaginn 27. mars nk. kl. 20.  Venjuleg aðalfundarstörf.  Allir velkomnir.  Sóknarnefnd Hrepphólasóknar.

Messa í Hruna 26. mars

Sunnudaginn 26. mars kl. 14 verður messa í Hrunakirkju.  Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Messukaffi í safnaðarheimilinu á eftir.  Allir velkomnir!

Passíusálmalesarar 2017

Að venju verða allir passíusálmar sr. Hallgríms Péturssonar lesnir upp í Hrepphólakirkju á föstudaginn langa 14. apríl.  Fermingarbörn ásamt fjölskyldum sínum munu lesa ásamt fulltrúum eldri borgara.  Nokkrir sálmar eru þó enn á lausu og eru áhugasamir lesarar beðnir um að skrá sig til þátttöku hjá Óskari presti í s. 856-1572 eða á facebooksíðu hrunaprestakalls.  Lesturinn hefst kl. 13 og lýkur um kl. 17:30.

12. mars: Messa unga fólksins í Hrunakirkju

Messa unga fólksins verður í Hrunakirkju sunnudaginn 12. mars kl. 11.  Nemendur úr 10. bekk Flúðaskóla frumsýna stuttmynd byggða á frásögn Biblíunnar af týnda syninum.  Stuttar ræður fluttar af unga fólkinu, fermingarbörn lesa bænir og nemendur úr Tónsmiðjunni og Tónlistarskóla Árnesinga annast söng og undirspil.  Allir velkomnir!

19. febrúar: Messur á Ólafsvöllum og í Hruna

19. febrúar nk. er sunnudagur sem er helgaður mest útbreiddustu bók veraldar, Biblíunni.  Þá verða tvær messur í prestakallinu.  Fyrri verður í Ólafsvallakirkju kl. 11 þar sem kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  En sú síðari verður í Hrunakirkju kl. 14.  Kirkjukór leiðir song undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Molasopi á eftir í safnaðarheimili.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

5. febrúar: Fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11

Sunnudaginn 5. febrúar nk. verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11.  Nemendur úr Tónlistarskólanum og Tónsmiðjunni syngja og spila.  Kirkjukórinn syngur hugljúfa sálma.  Biblíusaga og sunnudagaskólalögin á sínum stað.  Allir velkomnir!