Kirkjuskóli í Hrepphólum og helgistund í Hruna

Fyrsta kirkjuskólasamveran verður í Hrepphólakirkju laugardaginn 21. september kl. 11.  Sniðin sérstaklega að yngstu kynslóðinni og forráðafólki þeirra.  Biblíusaga, söngur, bæn og gleði.  Umsjón með kirkjuskólanum hafa Óskar prestur og Jóna Heiðdís djáknakandídat.    Á sunnudagskvöldinu 22. sept verður síðan helgistund kl. 20 í Hrunakirkju.  Söngur, orð og bæn.  Umsjón með stundinni hafa Óskar prestur og Stefán organisti.  Sjáumst í kirkju um helgina!

Helgihaldið til áramóta

Dagskrá helgihaldsins til áramóta liggur nú fyrir.  Hægt er að nálgast hana hér að ofan undir liðnum ,,Safnaðarstarf”.  Kirkjuskóli, hversdagsmessur og ættjarðalagamessa eru meðal nýjunga í starfinu á þessu hausti.  Dagskránni verður að venju dreift í öll hús í prestakallinu um miðjan september.

Uppskeruhátíð í Hruna laugardaginn 31. ágúst

Uppskerumessa og fjölskylduhátíð verður í Hrunakirkju laugardaginn 31. ágúst kl. 11.  Fjölbreyttur söngur í messunni en að henni lokinni verður farið í leiki úti og boðið upp á grillaðar pylsur, djús og kaffi.  Allir hjartanlega velkomnir!

Hestamannamessa framundan í Hrepphólakirkju

Sunnudaginn 18. ágúst nk. kl. 14 verður árleg hestamannamessa haldin í Hrepphólakirkju.  Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð í Gnúpverjahreppi upp úr kl. 12.  Önnur hópreið, sérsniðinn fyrir Skeiðamenn, leggur af stað frá Álfsstaðavegamótum kl. 13.  Stefán Þorleifsson organisti verður forsöngvari í messunni og að henni lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar.  Allir hjartanlega velkomnir!

Síðsumarsmessa í Tungufellskirkju 11. ágúst

Árleg síðsumarsmessa í Tungufellskirkju verður sunnudaginn 11. ágúst kl. 14.  Almennur safnaðarsöngur.  Forsöngvari er Stefán Þorleifsson og meðhjálpari er Elín Jóna Traustadóttir.  Allir hjartanlega velkomnir.

Messuhlé og sumarleyfi

Messuhlé verður í Hrunaprestakalli í júlí og er bent á vikulegar messur á sunnudögum í Skálholtsdómkirkju.  Sóknarprestur verður í sumarleyfi 3. júlí til 5. ágúst og mun starfandi prestur í Skálholti leysa af á meðan.  Neyðarsími presta í Árnessýslu er sem fyrr tengdur Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og lögreglu.  Fyrstu messur eftir sumarleyfi eru  síðsumarsmessa í Tungufellskirkju sunnudaginn 11. ágúst kl. 14 og svo hestamannamessan 18. ágúst sem í ár verður í Hrepphólakirkju kl. 14.  Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð.

23. júní: Útiguðsþjónusta í Steinsholti og helgistund í Hruna

Sunnudaginn 23. júní nk. kl. 11 verður útiguðsþjónusta í Steinsholti við leiði Daða Halldórssonar.  Félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn.  Ljúf samvera úti í guðs grænni náttúrunni.  Um kvöldið kl. 20:30 verður síðan helgistund í Hrunakirkju.  Almennur söngur, ritningarorð, hugvekja og bæn.  Þetta eru síðustu guðsþjónusturnar fyrir sumarleyfi – þær næstu verða síðan í ágúst, 11. og 18. nánar tiltekið.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn!

Fermingar um hvítasunnu

9. júní – hvítasunnudagur: Hátíðarmessa og ferming í Stóra-Núpskirkju kl. 11.   Fermd verða frændsystkinin frá Hæli, þau Bryndís Einarsdóttir og Eiríkur Logi Gunnarsson.

Ferming í Hrunakirkju kl. 13.30.  Fermd verða:

Anna María Magnúsdóttir Balusanu, Högnastíg 4 Flúðum

Birgir Valur Thorsteinson, Garðastíg 7 Flúðum

Eyrún Hjálmarsdóttir, Austurhofi 5 Flúðum

Matthildur Sif Pálsdóttir, Árbæ

Óðinn Freyr Árnason, Vesturbrún 6 Flúðum

Patrik Gústafsson, Syðra-Seli 3

Sveinn Jökull Sveinsson, Hrafnkelsstöðum 2

Uppstigningardagur – 30. maí: Ferming á Ólafsvöllum kl. 11 (áður auglýst messa í Skálholti fellur niður)

Á uppstigningardag verður fermingarmessa í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Fermdar verða tvær stúlkur, Rebekka Georgsdóttir og Guðrún Hulda Hauksdóttir.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Áður auglýst messa í Skálholti þennan dag kl. 14 fellur hins vegar niður.

Breytingar í sóknarnefndum í Hrunaprestakalli

Á nýafstöðnum aðalsafnaðarfundum sókna í Hrunaprestakalli urðu lítilsháttar breytingar á skipan sóknarnefndarfólks.  Guðjón Vigfússon lét af störfum eftir langt og farsælt starf sem formaður sóknarnefndar Ólafsvallasóknar en við formennskunni tók Jóhanna Valgeirsdóttir.  Harpa Dís Harðardóttir kemur ný inn í sóknarnefnd Ólafsvallasóknar og er ritari.  Að auki er í nefndinni Ásmundur Lárusson gjaldkeri.   Þá er Árdís Jónsdóttir ritari sóknarnefndar Stóra-Núpssóknar og starfar við hlið Kristjönu H. Gestsdóttur formanns og Ámunda Kristjánssonar gjaldkera.  Sóknarnefnd Hrepphólasóknar er óbreytt:  Magnús H. Sigurðsson, formaður, Arnfríður Jóhannsdóttir gjaldkeri og Jóna Heiðdís Guðmundsdóttir ritari.  Guðjón Bjarnar Gunnarsson kemur nýr inn í sóknarnefnd Hrunasóknar við hlið Mörtu E. Hjaltadóttur formanns, Jóhönnu B. Ingólfsdóttur gjaldkera, Jóhanns Marelssonar ritara og Lilju Helgadóttur sóknarnefndarfullrúa.