19. október: Guðsþjónustur í Hrepphólum og á Stóra-Núpi

Sunnudaginn 19. október verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.  Sú fyrri í Hrepphólakirkju kl. 11 og hin síðari í Stóra-Núpskirkju.  Kirkjukórarnir leiða sönginn undir stjórn organista.  Fermingarbörn aðstoða í athöfnunum.  Allir velkomnir!

Sálmar sr. Valdimars Briem sungnir á hljómdisk

Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna stefnir á að taka upp á hljómdisk nokkra valda sálma eftir sr. Valdimar Briem (1848-1930) sálmaskáld og vígslubiskup á Stóra-Núpi.  En sem kunnugt er þá er sr. Valdimar meðal fremstu sálmaskálda okkar Íslendinga og sálmar hans í núverandi sálmabók kirkjunnar eru taldir í tugum.  Upptökur fara fram á fyrri hluta næsta árs og eru æfingar fyrir þær þegar hafnar undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.

Fermingarfræðslan hefst 6. október kl. 15 í Hruna

Fermingarfræðslutímar hefjast mánudaginn 6. október kl. 15 og verða í safnaðarheimili Hrunakirkju.  Eins og undanfarin ár mun skólabíll koma börnunum upp í Hruna strax eftir skóla en foreldrar sjá svo um að sækja þegar fræðslunni lýkur um kl. 17.  Fræðslutímar verða á mánudögum í október og nóvember.

5. október: Nýr sóknarprestur settur formlega inn í embætti

Sunnudaginn 5. október nk. kl. 14 fer fram guðsþjónusta í Hrunakirkju.  Þá mun prófastur Suðurprófastsdæmis, sr. Halldóra Þorvarðardóttir, setja nýjan sóknarprest, sr. Óskar Hafstein Óskarsson, formlega inn í embætti.  Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Léttar kaffiveitingar í safnaðarheimili á eftir.  Allir velkomnir!

24. sept.: Fundur með fermingarbörnum og foreldrum

Miðvikudagskvöldið 24. september kl. 20:30 verður kynningarfundur í safnaðarheimili Hrunakirkju á fermingarstörfum vetrarins.  Foreldrar og fermingarbörn eru boðuð til fundarins og verður rætt um skipulag fræðslunnar, þátttöku í helgihaldi og svo fermingardaga næsta vors.

Helgihald á haustmisseri 2014 og um áramót

5. okt.:                Innsetningarmessa í Hrunakirkju kl. 14.  Prófastur setur nýjan sóknarprest formlega inn í embætti. Kaffi á eftir.

 19. okt.:            Guðsþjónustur.  Hrepphólakirkja kl. 11 og Stóra-Núpskirkja kl. 14.
—-
  2. nóv.:            Fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11 og messa í Ólafsvallakirkju kl. 14.
16. nóv.:            Fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju kl. 11 og messa í Hrepphólakirkju kl. 14.
29. nóv. (lau.):              Helgistund í Hrepphólakirkju kl. 15.  Kveikt á ljósum í kirkjugarði.
30. nóv.:            Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu á Flúðum kl. 20.

—-
  7. des.:             Aðventuguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu Árnesi kl. 20.

24. des.:             Guðsþjónusta á aðfangadagskvöld í Hrunakirkju kl. 23.
25. des.:             Hátíðarmessur.  Stóra-Núpskirkja kl. 11 og Hrepphólakirkja kl. 14.
Ljósaguðsþjónusta á jóladagskvöld í Ólafsvallakirkju kl. 22.  Kirkjan lýst upp með kertaljósum.

31. des.:             Guðsþjónusta á gamlársdag í Tungufellskirkju kl. 15.

Aftansöngur í Stóra-Núpskirkju kl. 16:30.

  –

  4. jan.:             Nýársmessa í Hrepphólakirkju kl. 14.

Ný heimasíða í vinnslu

Heimasíða Hrunaprestakalls er nú í vinnslu en þar verður hægt að nálgast upplýsingar um kirkjur prestakallsins, sóknarnefndir, sóknarprest, helgihald og almennt safnaðarstarf.  Messutilkynningar munu einnig birtast á síðunni í vikunni fyrir viðkomandi messur.

Aðventuguðsþjónusta í Hrepphólum færist yfir í Hruna

Aðventuguðsþjónusta sem auglýst var í Hrepphólakirkju sunnudaginn 7. desember kl. 11 flyst yfir í Hrunakirkju (sami messutími).  Er þetta gert til að allir megi betur komast fyrir því í þessari guðsþjónustu mun barnakór Flúðaskóla syngja og 5. bekkur mun sýna helgileik.  Það má því búast við fjölmenni sem þó á vel að komast fyrir í Hrunakirkju.  Á aðventutímanum eru því helstu viðburðir þessir:

29. nóv. – laugardagur:  Helgistund í Hrepphólakirkju kl. 15.  Kveikt á leiðiskrossum.

30. nóv. – sunnudagur:  Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu á Flúðum kl. 20:30.

7. des. – sunnudagur:  Aðventuguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu í Árnesi kl. 20.