26. janúar: Fjölskylduguðsþjónusta og dægurlagamessa

Sunnudaginn 26. janúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju.  Biblíusaga, mikill söngur og gleði við völd!  Um kvöldið kl. 20 verður síðan dægurlagamessa í Hrepphólakirkju.  Þar mun kirkjukórinn syngja hugljúf dægurlög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Ritningarorð, hugvekja, bæn og blessun.  Notaleg kvöldstund.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn!

Helgihaldið vetur, vor og sumar 2020 liggur fyrir

Hér að ofan, undir liðnum safnaðarstarf, er hægt að nálgast dagskrá helgihaldsins í Hrunaprestakalli framundan og alveg út sumarið.  Þar kennir ýmissa grasa:  Brynjólfsmessa, Hversdagsmessa, Kirkjuskóli, Passíusálmalestur, Hátíðarmessa, Uppskerumessa, Hestamannamessa, svo eitthvað sé nefnt.  Dagskrá helgihaldsins verður síðan dreift í öll hús í prestakallinu síðar í þessum mánuði.

Helgihaldið um jól og áramót

24. des.:   Guðsþjónusta á aðfangadagskvöld í Stóra-Núpskirkju kl. 23.

25. des.:   Hátíðarmessur.  Hrunakirkja kl. 11 og Ólafsvallakirkja kl. 14.
Ljósaguðsþjónusta á jóladagskvöld í Hrepphólakirkju kl. 22.

31. des.:   Guðsþjónusta á gamlársdag í Tungufellskirkju kl. 14.

Aftansöngur í Stóra-Núpskirkju kl. 16.

Sjáumst í kirkju um hátíðarnar – Guð gefi gleðileg jól!

Jólakirkjuskóli í Hrepphólakirkju 14. des!

Kirkjuskóli með jólaívafi verður í Hrepphólakirkju laugardaginn 14. desember kl. 11.  Jólasagan, mikill söngur og gleði.  Hressing í safnaðarheimili á eftir.  Umsjón:  Jóna Heiðdís og Óskar prestur.  Allir hjartanlega velkomnir.

Ættjarðarlagamessa og fjölskylduguðsþjónusta 17. nóvember

Sunnudaginn 17. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11.  Biblíusaga, mikill söngur og gleði.  Umsjón hafa Jóna Heiðdís, Óskar og Stefán.  Um kvöldið kl. 20 verður síðan ættjarðarlagamessa í Stóra-Núpskirkju þar sem 110 ára afmæli kirkjunnar verður fagnað.  Kirkjukórinn syngur ættjarðarlög undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Fólk er hvatt til að koma í þjóðbúningi til messunnar.  Kaffi og spjall á eftir í kirkjunni.  Allir hjartanlega velkomnir í báðar þessar messur.

Hversdagsmessa í Hrunakirkju á fimmutudagskvöldi

Hversdagsmessa í Hrunakirkju kl. 20 fimmtudaginn 7. nóvember.  Söngur, orð og bæn.  Allir hjartanlega velkomnir!

3. nóvember: Allra heilagramessa í Ólafsvallakirkju – kórahátíð

Sunnudaginn 3. nóvember verður allra heilagra messa sungin í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Kirkjukórar prestakallsins ásamt Tvennum tímum syngja undir stjórn organistanna Þorbjargar Jóhannsdóttur og Stefáns Þorleifssonar.  Súpa, brauð og kaffi í Brautarholti á eftir.  Allir hjartanlega velkomnir!

Hversdagsmessa, fjölskylduguðsþjónusta og kvöldmessa með léttri tónlist – allt framundan!

Fimmtudagskvöldið 17. október nk. kl. 20 verður hversdagsmessa í Stóra-Núpskirkju.  Hugljúfir sálmar, orð og bæn.  Notaleg kvöldsamvera.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Á sunnudaginn, 20. október, kl. 11 verður síðan fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju.  Þar verða sunnudagaskólalögin rifjuð upp, sögð biblíusaga og fleira og fleira.  Á sunnudagskvöldinu 20. október kl. 20 verður síðan kvöldmessa með léttri tónlist í Hrunakirkju.  Þar mun kirkjukórinn syngja hugljúf dægurlög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Orð, söngur og bæn.  Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni!

5.-6. október: Kirkjuskóli og guðsþjónustur um helgina

Kirkjuskólinn verður á sínum stað í Hrepphólakirkju laugardaginn 5. okt. kl. 11.  Síðan verða tvær guðsþjónustur á sunnudeginum 6. október.  Sú fyrri í Ólafsvallakirkju kl. 11 og hin síðari í Hrunakirkju kl. 14.  Organistarnir stýra kirkjukórunum í söngnum og spila undir hugljúfa sálma.  Sjáumst í kirkju um helgina!

Kirkjuskólinn næstu laugardaga í Hrepphólakirkju kl. 11

Kirkjuskólinn verður í Hrepphólakirkju næstu þrjá laugardaga kl. 11.  Söngur, saga og gleði.  Hressing á eftir.  Allir velkomnir!