5. febrúar: Fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11

Sunnudaginn 5. febrúar nk. verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11.  Nemendur úr Tónlistarskólanum og Tónsmiðjunni syngja og spila.  Kirkjukórinn syngur hugljúfa sálma.  Biblíusaga og sunnudagaskólalögin á sínum stað.  Allir velkomnir!

Dagskrá helgihaldsins fyrir vetur, vor og sumar 2017 liggur fyrir

Eins og íbúar í Hrunaprestakalli hafa vonandi tekið eftir þá var nú fyrir helgina síðustu dreift dagskrá helgihaldsins í prestakallinu.  Dagskráin nær yfir veturinn, vorið og sumarið 2017.  Þetta er gulur miði sem vonandi fær sitt fasta pláss á ísskáp heimilisins.  Einnig er hægt að nálgast dagskrána hér á heimasíðunni, til hægri undir ,,Nýtt efni”.

22. janúar: Fjölskylduguðsþjónusta á Ólafsvöllum og kvöldmessa í Hruna

Sunnudaginn 22. janúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Biblíusaga og söngur. Nemendur úr tónlistarskólanum syngja og spila undir stjórn Magneu Gunnarsdóttur.  Um kvöldið kl. 20:30 verður síðan kvöldmessa með léttri tónlist í Hrunakirkju.  Þar mun kirkjukórinn flytja hugljúf lög og sálma undir stjórn organistans Stefáns Þorleifssonar.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!

Sameiginlegur fundur sóknarnefnda, organista og prests

Sameiginlegur fundur allra sóknarnefnda í prestakallinu var haldinn þann 9. janúar í Brautarholti. Þar voru línur lagðar fyrir starfið fram á sumar og rætt um helstu framkvæmdir framundan í kirkjunum. Organistar sögðu frá kórstarfi og sönglífi í sóknunum. Hér var hugsjóna- og dugnaðarfólk á ferð sem vill kirkjunni sinni allt það besta og ekkert minna en það! Og veitingarnar…eigum við eitthvað að ræða þær? Svakalegar!

Nýársmessa í Hrepphólakirkju 8. janúar

Nýársmessa verður í Hrepphólakirkju sunnudaginn 8. janúar kl. 11.  Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Þjóðlegur hádegisverður á eftir í safnaðarheimili á vægu verði (1000 kr. fyrir fullorðna) – reiddur fram af körlunum í kirkjukórnum.  Allir hjartanlega velkomnir!

Helgihaldið um jól og áramót

Hrepphólakirkja:  Guðsþjónusta á aðfangadagskvöld 24. des. kl. 23.

Ólafsvallakirkja:  Hátíðarmessa á jóladag 25. des. kl. 11.

Hrunakirkja:  Hátíðarmessa á jóladag 25. des. kl. 14.

Stóra-Núpskirkja:  Hátíðarmessa á jóladagskvöld 25. des. kl. 22.       Aftansöngur á gamlársdag 31. des. kl. 16:30.

Tungufellskirkja:  Guðsþjónusta á gamlársdag 31. des. kl. 14:30.

Sjáumst í kirkju um jólin – gleðilega hátíð!

9. des: Jólatónleikar í Skálholti

Föstudagskvöldið 9. desember nk. kl. 20 verða jólatónleikar í Skálholtskirkju. Þar mun Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngja undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur og einnig Skálholtskórinn undir stjórn Jóns Bjarnasonar.  Einsöngvarar verða Egill Árni Pálsson og Þóra Gylfadóttir.  Miðaverð 2500 kr.  Allir velkomnir!

Leikskólaheimsóknum prests lokið á þessu misseri

Síðastliðnar vikur hefur prestur heimsótt börnin í leikskólum prestakallsins, Undralandi og Leikholti.  Mikið er sungið í þessum stundum og svo er gefið pláss fyrir eina stutta sögu.  Í síðustu tveimur heimsóknum kveiktum við á kertum á aðventukransinum og tókum létt spjall um jólin og jólaundirbúninginn.  Sannkallaðar gleði- og gæðastundir.

4. desember: Aðventukvöld í Árnesi kl. 20

Á öðrum sunnudegi í aðventu, 4. desember kl. 20, verður aðventukvöld í félagsheimilinu í Árnesi.  Nemendur úr Þjórsárskóla syngja og flytja helgileik.  Fermingarbörn lesa lestra.  Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Ræðumaður er Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi.  Léttar kaffiveitingar á eftir.  Allir hjartanlega velkomnir!

Egill Helgason á aðventukvöldi í Hrunakirkju

Sunnudagskvöldið 27. nóvember nk. kl. 20:30 verður aðventukvöld í Hrunakirkju.  Ræðumaður verður Egill Helgason, stjórnmálaskýrandi og umsjónarmaður Kiljunnar.  Auk þess munu fermingarbörn úr prestakallinu lesa lestra og Marta Ester Hjaltadóttir flytur jólasögu.  Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngur aðventu- og jólalög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Kaffihressing í safnaðarheimili að dagskrá lokinni. Allir hjartanlega velkomnir!