Aðventuhátíð í Brautarholti

Aðventuhátíð verður haldinn í félagsheimilinu í Brautarholti á fyrsta sunnudegi í aðventu, 29. nóvember, kl. 20.  Börn úr Þjórsárskóla syngja og flytja helgileik, Tvennir tímar syngja ásamt Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallaskókna, fermingarbörn sýna helgileik, sóknarprestur flytur hugvekju.  Kaffiveitingar á eftir.  Allir hjartanlega velkomnir!

Afmælishátíð í Hruna

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 29. nóvember, kl. 14 verður hátíðarmessa í Hrunakirkju kl. 14.  Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt vígslubiskupi, prófasti og sóknarpresti.  Fyrrverandi sóknarprestar í Hruna lesa ritningarorð.  Ný altarisklæði verða formlega tekin í notkun í messunni og frumfluttur verður sálmurinn ,,Hrunakirkja” eftir Möggu S. Brynjólfsdóttur í Túnsbergi og Stefán Þorleifsson organista.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Að messu lokinni er boðið til kaffisamsætis og afmælisdagskrár í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.  Flutt verða ávörp, barnakór syngur ásamt sönghópi eldri borgara úr uppsveitunum, Tvennum tímum.  Allir eru hjartanlega velkomnir!

Ljós á krossa í kirkjugörðum

Sem fyrr verður hægt að kveikja á rafljósum í kirkjugörðum prestakallsins nú á aðventunni. Til að standa straum af kostnaði vegna rafmagnsnotkunar ofl. hafa sóknarnefndir prestakallsins ákveðið að setja upp 1000 kr. gjald fyrir hvern leiðiskross sem tengdur er við rafmagn. Er fólk beðið um að leggja upphæðina inn á reikning viðkomandi kirkjugarðs.
Stóri-Núpur: 0152-05-264429 kt. 491098-3339
Ólafsvellir: 0152-15-371512 kt. 490269-3399
Hruni: 0325-26-18952 kt. 640169-2229
Hrepphólar: 035-26-9068 kt. 640169-3039

Þess má geta að laugardaginn 28. nóvember verður helgistund í Hrepphólakirkju kl. 15 samhliða því að boðið er upp á aðstoð við að kveikja á ljósum á krossum í krikjugarði.  Þangað eru að sjálfsögðu allir velkomnir.

8. nóvember: Fjölskylduguðsþjónusta á Stóra-Núpi og messa í Hrepphólum

Sunnudaginn 8. nóvember verða tvær guðsþjónustur í prestakallinu.  Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju kl. 11.  Þar verður mikill söngur, biblíusaga og gleði – samvera fyrir alla fjölskylduna.  Síðan verður messa í Hrepphólakirkju kl. 14.  Þar verður sálmaarfur kirkjunnar í brennidepli og verður hann tekinn fyrir í tali og tónum.  Kirkjukórinn leiðir sönginn. Organisti er Stefán Þorleifsson.  Molasopi í safnaðarheimilinu á eftir.  Allir velkomnir.

25. október: Fjölskylduguðsþjónusta í Hruna og messa á Stóra-Núpi

Sunnudaginn 25. október verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11.  Biblíusaga, mikill söngur og gleði.  Samvera fyrir alla fjölskylduna.  Síðan verður messa í Stóra-Núpskirkju sama dag kl. 14.  Þar syngur kirkjukórinn undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!

11. október: Guðsþjónusta á Ólafsvöllum og kvöldmessa í Hrepphólum

Sunnudaginn 11. október nk. verður guðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 14.  Kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Um kvöldið verður síðan kvöldmessa kl. 20 í Hrepphólakirkju.  Þar verður messuformið brotið eilítið upp, kórinn flytur létt sálmalög í bland við dægurlög.  Stjórnandi og undirleikari er Stefán Þorleifsson.  Njótum þess að koma saman í kirkjunni – sjáumst!

Fyrsti fermingarfræðslutíminn mánudaginn 7. október

Fyrsti fermingarfræðslutíminn í vetur verður í safnaðarheimilinu í Hruna nk. mánudag 7. október frá kl. 15-17.  Skólabíll kemur með hópinn upp í Hruna en foreldrar sjá svo um að sækja börnin að fræðslu lokinni.  Fermingarfræðslutímar til áramóta verða alla mánudaga í október og nóvember.

Sunnudagur 27. september: Tvennir tímar í guðsþjónustu í Hruna

Tvennir tímar, sönghópur eldri borgara í uppsveitunum, verða í aðalhlutverki í guðsþjónustu í Hrunakirkju sunnudaginn 27. september.  Söngurinn í guðsþjónustunni verður borinn uppi af Tvennum tímum en stjórnandinn er Stefán Þorleifsson sem jafnframt er organisti.  Þá munu fulltrúar eldri borgara lesa ritningarlestra og boðið verður upp á molasopa í safnaðarheimilinu á eftir.  Allir eru hjartanlega velkomnir!

Réttir framundan og næsta messa með Tvennum tímum

Nú eru réttir framundan.  Hrunaréttir og Skaftholtsréttir verða föstudaginn 11. september og svo Skeiðaréttir laugardaginn 12. september.  Þetta eru hátíðisdagar í okkar samfélagi, mannamót af bestu gerð og afbragðs skemmtun.   Næsta messa í prestakallinu verður í Hruna sunnudaginn 27. september nk. kl. 14.  Þar mun sönghópur eldri borgara úr uppsveitunum, Tvennir tímar, leiða messusönginn.  Messudagskrá fyrir haustmisserið og fram yfir áramót verður dreift inn á öll heimili upp úr miðjum september.  Gleðilega réttardaga og góða skemmtun!

Laugardagur 5. september: Uppskerumessa og fjölskylduhátíð í Hruna kl. 11

Uppskerumessa kl. 11 laugardaginn 5. september í Hrunakirkju.  Fjölskylduhátíð þar sem fermingarbörn næsta vors munu aðstoða.  Félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn.  Stefán Þorleifsson er organisti.  Farið í leiki á eftir, m.a. í pokahlaup og reiptog.  Molasopi og grillaðar pylsur fyrir alla viðstadda.  Fjölskylduhátíð – allir hjartanlega velkomnir!