Prestakallið

Hrunaprestakall samanstendur af fjórum sóknum:  Hrunasókn, Hrepphólasókn, Stóra-Núpssókn og Ólafsvallasókn.  Sóknarkirkjur eru því fjórar en auk þess eru Tungufellskirkja og kirkja tengd þjóðveldisbænum í Þjórsárdal í prestakallinu.  Í Tungufellskirkju er messað tvisvar á ári, í ágústlok og á gamlársdag.  Prestakallið nær því yfir tvö sveitarfélög, Hrunamannahrepp og Skeiða- og Gnúpverjahrepp og eru íbúar alls ríflega tólfhundruð.

No comments yet.

No trackbacks yet.