Fermingarstörf

Fermingarundirbúningur í Hrunaprestakalli

Fræðslan er að jafnaði í tveimur lotum. Október-nóvember og febrúar-mars (samtals 16 skipti). Á mánudögum kl. 15-17 í safnaðarheimili Hrunakirkju. Skólabíll kemur fermingarbörnum á staðinn en foreldrar sjá um að sækja þau. Námsefni: AHA! Veganesti. Hagnýt fermingarfræðsla. Fræðslan fer fram í safnaðarheimilinu og í kirkjunni. Stefnt er að ferðalagi þegar nær dregur vori.

Þátttaka í helgihaldi. Mikilvægt er að fermingarbörn og foreldrar séu virkir þátttakendur í messuhaldi í prestakallinu. Stefnt er að því að hvert fermingarbarn taki þátt í messu og undirbúningi hennar tvisvar yfir veturinn. Miðað er við að fermingarbörn mæti í að lágmarki átta messur fram að fermingu. Þá er haldið í þá góðu hefð að fjölskyldur fermingarbarna komi að lestri Passíusálma á föstudaginn langa.

 

Allar upplýsingar um kirkjustarfið, messur og fermingarfræðslu verður að finna á heimasíðu prestakallsins hruni.is. Messuauglýsingar verða einnig birtar í Fréttabréfi Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Pésanum, Dagskráinni og Morgunblaðinu. Þá er prestakallið á fésbókinni; facebook.com/hrunaprestakall.

 

Utanbókarlærdómur:

 

Kærleiksboðorðið: Þú skalt elska Drottinn, Guð þinn. af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum og af öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. (Mark 12.30-31)

Gullna reglan: Allt það sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það
skuluð þér og þeim gera.
(Matt7.12)

Litla Biblían: Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn. til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki. heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3.16)

Trúarjátningin:
Ég trúi á Guð, föður almáttugan, skapara himins og jarðar.
Ég trúi á Jesú Krist, hans einkason, Drottin vorn. sem getinn er af heilögum anda, fæddur af Maríu mey, píndur á dögum Pontiusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn. steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig upp til himna, situr við hægri hönd Guðs föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða.
Ég trúi á heilagan anda, heilaga, almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna. upprisu mannsins og eilíft lif. Amen.

 Sálmur nr. 504
Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.

Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá,
er mig hressir, elur nærir,
eins og foldarblómin smá.

Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.

Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn,
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.