Minnispunktar um útför

Þegar einhver úr söfnuðinum deyr þá fer fram útfararathöfn, venjulega í kirkju, og síðan greftrun í kirkjugarði. Undanfari hennar er kistulagning, sem er bænastund með aðstandendum þegar hinn látni hefur verið lagður í kistuna, og áður en kistunni er lokað. Þessi bænastund er alltaf haldin og einnig þegar fram fer bænastund með ástvinum við andlátið sjálft eins og eðlilegt er.

Prestur og útfararþjónusta aðstoða aðstandendur við skipulagningu útfarar.  Legstæði í kirkjugarði, afnot af kirkju, grafartöku og prestsþjónustu þurfa aðstandendur ekki að greiða fyrir.

Nokkur atriði sem þarf að huga að í tengslum við útför:

Hafa samband við prest og útfararþjónustu.

Ákveða tímasetningar og staðsetningu fyrir kistulagningarathöfn og útför.

Fara með dánarvottorð til sýslumanns og koma vottorði þaðan til prests.

Skipuleggja tónlist og söng í athöfnum í samráði við prest og útfararþjónustu.

Panta sal og veitingar fyrir erfidrykkju.  Ath. að hægt er að fara mismunandi leiðir í veitingum og færst hefur í aukana að boðið sé upp á kaffi og konfekt, eða kaffi, kleinur og flatkökur eða þvíumlíkt.  Einnig er hægt að bjóða upp á hefðbundið kaffihlaðborð eða súpu.

Finna og velja legstæði í kirkjugarði í samráði við umsjónarmann viðkomandi kirkjugarðs.

Senda dánartilkynningu og auglýsingu um útför í fjölmiðla.

——————————————————————————

 

Gátlisti fyrir útför 

Prestur
• Hefur samband við fjölskyldu hins látna, dagsetur kistulagningu, útför og pantar kirkju/kapellu í samráði við útfararstofu.
• Talar við organista og kór/söngfólk og skipuleggur athöfn í samráði við aðstandendur.
• Er í sambandi við útfararstjóra.
• Veitir sálgæslu og eftirfylgd.
• Ræðir við sóknarnefnd um kirkju, blóm, upptökukerfi, stólauppröðun ofl.
• Setur upp sálmaskrá í samráði við aðstandendur og útfararstofu/prentsmiðju.
Aðstandendur
• Hafa samband við útfararstofu v. kistu og ákveða þjónustu útfararstjóra við kistulagningu og útför og annan undirbúning.
• Fara með dánarvottorð til sýslumanns og koma vottorði þaðan til prests
• Undirbúa athöfn, velja tónlist o.fl. í samráði við prest/organista og útfararstjóra.
• Finna legstað í kirkjugarði í samráði við umsjónarmenn kirkjugarða.
• Velja líkmenn.
• Koma dánartilkynningu í fjölmiðla – eða í samráði við útfararstofu.
• Panta erfidrykkju. Hafa samband við formann kvenfélagsins eða aðra aðila um veitingar. Ath. hægt er að fara mismunandi leiðir í veitingum. T.d. hefðbundið kaffihlaðborð; kaffi og konfekt; kaffi, konfekt, kleinur og flatkökur; kjötsúpa eða annað eftir samkomulagi.
• Panta sal fyrir erfidrykkju.
Legstæði í kirkjugarði, grafartöku, afnot af kirkju og prestsþjónustu þurfa aðstandendur ekki að greiða fyrir.

Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngur endurgjaldlaust við útfarir en vilji aðstandendur styrkja kórinn þá má leggja framlag inn á reikning: 0325-26-2059, kt. 480299-2059.

Símanúmer
Prestur: Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson s. 856-1572
Umsjónarmaður Hrunakirkjugarðs í Hruna: Unsteinn Hermannsson s. 894-3333
Umsjónarmaður Hrepphólakirkjugarðs: Magnús H. Sigurðsson s. 862-3674

Umsjónarmaður Stóra-Núpskirkjugarðs:  Kristjana H. Gestsdóttir s. 863-9518

Umsjónarmaður Ólafsvallakirkjugarðs:  Guðjón Vigfússon s. 861-6513

Umsjónarmaður félagsheimilis á Flúðum: Sigrún Guðlaugsdóttir s. 893-6610

Umsjónarmenn félagsheimilis í Brautarholti:  Ágúst s. 898-9172 og Jóhanna 692-0877

Umsjónarmaður félagsheimilis í Árnesi: Kristjana s. 486-6100
Organisti í Hruna- og Hrepphólasóknum: Stefán Þorleifsson s. 615-2920

Organisti í Stóra-Núps- og Ólafsvallasóknum:  Þorbjörg Jóhannsdóttir s. 866-8792
Útfararstofa í Árnessýslu: Fylgd á Selfossi s. 482-4300

No comments yet.

No trackbacks yet.