Minnispunktar um hjónavígslu

Kirkjuleg hjónavígsla er helgiathöfn þar sem tveir einstaklingar, karl og kona, eða tveir karlar eða tvær konur, heita hvor öðrum ævitryggðum, að eiga, njóta og þiggja saman önn sem yndi lífsins, gleði og sorgir.

 

Hjónavígsluathöfn fer venjulega fram í kirkju en getur þó farið fram í heimahúsum, öðrum samkomuhúsum eða úti í náttúrunni.

 

 

Þegar kemur að hjónavígslu þarf að:

* hafa samband við prest og bóka stað og stund.

* panta vottorð (,,Staðfesting á hjúskaparstöðu”) hjá Þjóðskrá Íslands sem staðfestir að hjónaefni séu bæði ólofuð.  Vottorðið þarf að panta hæfilega langt frá athöfn en það getur tekið nokkra daga í afgreiðslu, ágætt er að leggja inn pöntun á vottorði uþb þremur vikum fyrir athöfn.

* velja tónlist og söng í athöfnina í samráði við prest.  Ekki er þó nauðsynlegt að hafa tónlistarflutning við hjónavígslu.

 

Hefðbundið form hjónavígsluathafnar:

Forspil (brúðarmars eða annað)

Bæn

Sálmur

Ræða

Sálmur/söngur

Ritingarorð

Sálmur/söngur (hægt að sleppa)

Hjónavígsla

Bæn – faðir vor

Blessun

Sálmur/söngur

Eftirspil

 

No comments yet.

No trackbacks yet.