Minnispunktar um skírn

Í heilagri skírn er skírnþegi tekinn inn í kirkju Krists. Í hinni evangelisk – lúthersku kirkju, sem Þjóðkirkjan er hluti af, er algengast að barn sé skírt meðan það enn er ómálga. Samkvæmt fyrirmælum Jesú Krists er barn skírt til nafns föður og sonar og heilags anda. Það er helgað Guði með Orði hans og bæn og ausið vatni.

Skírnarathafnir geta farið fram í kirkjum eða heimahúsum.

Aðstandendur velja barninu skírnarvotta. Skírnarvottar heita einnig guðfeðgin og eru aldrei þau aldrei færri en tvö, karl og kona (eins og felst í orðinu), en mest geta verið fimm. Æskilegt er að í það minnsta eitt guðfeðginana sé á þeim aldri að það geti fylgt barninu eftir til fullorðinsára. Foreldrar og guðfeðgin játa trúna fyrir hönd barns síns og skuldbinda sig þar með til að ala barnið upp í kristinni trú.

Þegar kemur að skírn þarf að:

* vera búin að finna nafn á barnið

* heyra í presti og panta skírnarathöfnina

* ákveða hvort skírt er í kirkju og þá í guðsþjónustu eða í sérathöfn eða þá í heimahúsi

* velja skírnarvotta, venjulega eru þeir tveir en mega vera allt upp í fimm.  Prestur þarf við skráningu að fá upplýsingar um nöfn, kt. og heimilisföng skírnarvotta.

* ákveða hvaða sálma skuli syngja við skírnina (sjá hér að neðan), en venjulega eru sungnir einn eða tveir sálmar við upphaf og lok athafnar

* láta skírnarvotta eða aðra hafa ritningartesta til að lesa í athöfninni (sjá hér að neðan).  Ef engin fæst til að lesa þá les presturinn lestrana.

* ef um heimaskírn er að ræða þarf að útbúa lítið altari/borð þar sem er skál með volgu vatni og logandi kerti í stjaka.

* prestur afhendir foreldrum/systkinum skírnarbarns skírnarkerti í athöfninni og einnig lítið kver um skírnina sem er ígildi skírnarvottorðs.

 

Ritningarlestrar við skírn
Jesús segir: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.” (Matt. 28:18-20)

Heyrum ennfremur þessa frásögn: Menn færðu börn til Jesú, að hann snerti þau, en lærisveinarnir átöldu þá. Þegar Jesús sá það, sárnaði honum og hann mælti við þá: ,,Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki. Sannlega segi ég yður: Hver sem tekur ekki við Guðs ríki eins og barn, mun aldrei inn í það koma.” Og hann tók börnin sér í faðm, lagði hendur yfir þau og blessaði þau. (Mark. 10:13-16)

 

Skírnarsálmar

No comments yet.

No trackbacks yet.