Kirkjukór Stóra-Núps- og Ólafsvallasókna stefnir á að taka upp á hljómdisk nokkra valda sálma eftir sr. Valdimar Briem (1848-1930) sálmaskáld og vígslubiskup á Stóra-Núpi.  En sem kunnugt er þá er sr. Valdimar meðal fremstu sálmaskálda okkar Íslendinga og sálmar hans í núverandi sálmabók kirkjunnar eru taldir í tugum.  Upptökur fara fram á fyrri hluta næsta árs og eru æfingar fyrir þær þegar hafnar undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.