Á sumardaginn fyrsta er vert að horfa björtum augum inn í framtíðina.  Nú liggur fyrir að fermingarathafnir sem vera áttu um hvítasunnu munu færast yfir á dagana 22. og 23. ágúst.  Þá er ákveðið að hefðbundið helgihald samkvæmt áðurútsendri dagskrá hefjist í júní en þá verða þrjár helgistundir í Hrunakirkju og guðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju.  Síðsumarsmessa og hestamannamessa verða á sínum stað í ágúst.  En þar sem hefbundið helgihald á hvítasunnu fellur niður er ákveðið að senda út á netinu hvítasunnumessukorn sem tekið verður upp í Stóra-Núpskirkju. Guð blessi okkur sumarið framundan!