Vegna veirufaraldurs og samkomubanns hafa tvo undanfarna sunnudaga (boðunardag Maríu og pálmasunnudag) verið send út messukorn á netinu.  Þessi messukorn geyma spil, sálmasöng, orð og bæn.  Messukornin eru tekin upp í Hrunakirkju en myndir birtast líka frá öðrum kirkjum prestakallsins í útsendingunni.  Framundan er dymbilvikan og svo páskarnir.  Á föstudaginn langa verður sent út passíusálmakorn þar sem tveir lesarar munu lesa úr passíusálmum sr. Hallgríms Péturssonar og á páskadagsmorgun verður síðan sent út ,,hátíðarmessukorn” í tilefni páskahátíðarinnar.  Messukornin má nálgast á fésbókarsíðu Hrunaprestakalls, facebook.com/hrunaprestakall.  Njótum samverunnar heima með okkar nánustu – gleðilega páska!