Messur sem vera áttu í Hrunakirkju kl. 11 á morgun 15. mars og í Ólafsvallakirkju kl. 14 falla niður vegna veirunnar sem nú gengur yfir land og þjóð. Á meðan samkomubannið er í gildi munu allar messur í prestakallinu falla niður. Nýtum vel þennan óvenjulega tíma til að hlúa að okkar nánustu. Hlýjar bænir, samskipti í síma og á netmiðlum þurfum við að iðka nú sem aldrei fyrr. Og sýna þeim sem minnstar varnir hafa andspænis veirunni sérstaka nærgætni og umhyggju. Nú reynir á okkur að fara nýjar leiðir til að miðla kærleika og vináttu okkar á milli og missa ekki sjónar af því að þetta tímabil gengur yfir. Guð gefi okkur styrk, þolgæði og samstöðu dagana framundan.