Sunnudaginn 23. febrúar verður guðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11.  Þar verður andi föstunnar yfirsvífandi í tali og tónum.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Eftir hádegið kl. 14 verður síðan messa í Stóra-Núpskirkju, svokölluð Brynjúlfsmessa, en þar verður fræðimannsins og skáldsins Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi minnst í tali og tónum.  Kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Kaffisamsæti á eftir í Árnesi.  Allir hjartanlega velkomnir!