Sunnudaginn 26. janúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju.  Biblíusaga, mikill söngur og gleði við völd!  Um kvöldið kl. 20 verður síðan dægurlagamessa í Hrepphólakirkju.  Þar mun kirkjukórinn syngja hugljúf dægurlög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Ritningarorð, hugvekja, bæn og blessun.  Notaleg kvöldstund.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn!