Hér að ofan, undir liðnum safnaðarstarf, er hægt að nálgast dagskrá helgihaldsins í Hrunaprestakalli framundan og alveg út sumarið.  Þar kennir ýmissa grasa:  Brynjólfsmessa, Hversdagsmessa, Kirkjuskóli, Passíusálmalestur, Hátíðarmessa, Uppskerumessa, Hestamannamessa, svo eitthvað sé nefnt.  Dagskrá helgihaldsins verður síðan dreift í öll hús í prestakallinu síðar í þessum mánuði.