Sunnudaginn 17. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11.  Biblíusaga, mikill söngur og gleði.  Umsjón hafa Jóna Heiðdís, Óskar og Stefán.  Um kvöldið kl. 20 verður síðan ættjarðarlagamessa í Stóra-Núpskirkju þar sem 110 ára afmæli kirkjunnar verður fagnað.  Kirkjukórinn syngur ættjarðarlög undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur organista.  Fólk er hvatt til að koma í þjóðbúningi til messunnar.  Kaffi og spjall á eftir í kirkjunni.  Allir hjartanlega velkomnir í báðar þessar messur.