Fimmtudagskvöldið 17. október nk. kl. 20 verður hversdagsmessa í Stóra-Núpskirkju.  Hugljúfir sálmar, orð og bæn.  Notaleg kvöldsamvera.  Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Á sunnudaginn, 20. október, kl. 11 verður síðan fjölskylduguðsþjónusta í Stóra-Núpskirkju.  Þar verða sunnudagaskólalögin rifjuð upp, sögð biblíusaga og fleira og fleira.  Á sunnudagskvöldinu 20. október kl. 20 verður síðan kvöldmessa með léttri tónlist í Hrunakirkju.  Þar mun kirkjukórinn syngja hugljúf dægurlög undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Orð, söngur og bæn.  Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkjunni!