Fyrsta kirkjuskólasamveran verður í Hrepphólakirkju laugardaginn 21. september kl. 11.  Sniðin sérstaklega að yngstu kynslóðinni og forráðafólki þeirra.  Biblíusaga, söngur, bæn og gleði.  Umsjón með kirkjuskólanum hafa Óskar prestur og Jóna Heiðdís djáknakandídat.    Á sunnudagskvöldinu 22. sept verður síðan helgistund kl. 20 í Hrunakirkju.  Söngur, orð og bæn.  Umsjón með stundinni hafa Óskar prestur og Stefán organisti.  Sjáumst í kirkju um helgina!