Sunnudaginn 18. ágúst nk. kl. 14 verður árleg hestamannamessa haldin í Hrepphólakirkju.  Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð í Gnúpverjahreppi upp úr kl. 12.  Önnur hópreið, sérsniðinn fyrir Skeiðamenn, leggur af stað frá Álfsstaðavegamótum kl. 13.  Stefán Þorleifsson organisti verður forsöngvari í messunni og að henni lokinni verður boðið upp á kaffiveitingar.  Allir hjartanlega velkomnir!