Messuhlé verður í Hrunaprestakalli í júlí og er bent á vikulegar messur á sunnudögum í Skálholtsdómkirkju.  Sóknarprestur verður í sumarleyfi 3. júlí til 5. ágúst og mun starfandi prestur í Skálholti leysa af á meðan.  Neyðarsími presta í Árnessýslu er sem fyrr tengdur Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi og lögreglu.  Fyrstu messur eftir sumarleyfi eru  síðsumarsmessa í Tungufellskirkju sunnudaginn 11. ágúst kl. 14 og svo hestamannamessan 18. ágúst sem í ár verður í Hrepphólakirkju kl. 14.  Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð.