Sunnudaginn 23. júní nk. kl. 11 verður útiguðsþjónusta í Steinsholti við leiði Daða Halldórssonar.  Félagar úr kirkjukórnum leiða sönginn.  Ljúf samvera úti í guðs grænni náttúrunni.  Um kvöldið kl. 20:30 verður síðan helgistund í Hrunakirkju.  Almennur söngur, ritningarorð, hugvekja og bæn.  Þetta eru síðustu guðsþjónusturnar fyrir sumarleyfi – þær næstu verða síðan í ágúst, 11. og 18. nánar tiltekið.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn!