Framundan, næstu dagana, eru alls konar messur í prestakallinu þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum:

10. febrúar:  Guðsþjónusta og skírn í Stóra-Núpskirkju kl. 11 og messa í Hrepphólakirkju kl. 14.  Dagur Fannar Magnússon, guðfræðinemi, prédikar í báðum messunum.

14. febrúar – fimmtudagur:  Hversdagsmessa í Hrunakirkju kl. 20:30.  Kirkjukórinn syngur lög Magnúsar Þórs Sigmundssonar við undirleik hljómsveitar hússins.  Stjórnandi tónlistar er Stefán Þorleifsson.

17. febrúar:  Messa unga fólksins í Hrunakirkju kl. 11.  Unglingarnir okkar annast messuna frá upphafi til enda í tali og tónum.

Sjáumst í kirkjunni – allir hjartanlega velkomnir!