Sunnudaginn 10. febrúar nk. verða tvær messur í prestakallinu.  Sú fyrri verður í Stóra-Núpskirkju kl. 11 og sú síðari í Hrepphólakirkju kl. 14.  Kirkjukórarnir syngja við undirleik organistanna og í messunni á Stóra-Núpi verður barn borið til skírnar.  Dagur Fannar Magnússon, guðfræðinemi, prédikar í báðum messunum en hann er nú í starfsþjálfun hjá sóknarpresti.  Sjáumst í messu á sunnudaginn- allir velkomnir!