Sunnudaginn 20. janúar nk. verða tvær messur í prestakallinu.  Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju.  Þar munu nemendur úr Tónsmiðjunni syngja undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Biblíusaga, hreyfisöngvar og gleði.  Um kvöldið verður síðan dægurlagamessa í Hrunakirkju kl. 20:30.  Kirkjukórinn mun þá syngja hugljúf lög eftir Magnús Þór Sigmundsson, hugvekjur, ritningarorð og bæn.  Notaleg kvöldsamvera.  Allir hjartanlega velkomnir.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn!