Minnt er á tvær messur á gamlársdag, klukkan 14 í Tungufellskirkju og klukkan 16 í Stóra-Núpskirkju.  Notaleg stund við áramót þar sem m.a. verður sunginn hinn dásamlegi sálmur ,,Nú árið er liðið”.  Allir hjartanlega velkomnir.  Nýársmessa verður svo í Hrepphólakirkju sunnudaginn 6. janúar kl. 11.  Sóknarprestur þjónar fyrir altari en vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson, prédikar.  Þjóðlegur hádegisverður á eftir í safnaðarheimilinu í umsjá karlanna í kirkjukórnum.  Ekki missa af þessu – allir velkomnir!