Laugardaginn 1. desember nk. verða helgistundir í Hrunakirkju (kl. 14) og í Hrepphólakirkju (kl. 15) í tengslum við ljóstendrun á leiðum í kirkjugarði.  Kaffisopi á eftir í safnaðarheimilum.  Allir hjartanlega velkomnir.  Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 2. desember, verður síðan árleg aðventuhátíð í Árnesi.  Börn úr Þjórsárskóla syngja og leika, fermingarbörn sýna helgileik, söngsveitin Tvennir tímar syngur nokkur lög.  Ræðumaður verður Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur.  Kaffiveitingar á eftir.  Um kvöldið sama dag verður aðventukvöld í Hrunakirkju þar sem kirkjukórinn syngur nokkur lög, fermingarbörn flytja helgileik, flutt verður jólasaga.  Ræðumaður þar verður Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Karlakórs Hreppamanna.  Kaffi á eftir í safnaðarheimili.  Sjáumst á aðventusamkomum – allir hjartanlega velkomnir.