Sunnudaginn 4. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11.  Þar verður að venju biblíusaga og mikill almennur söngur en auk þess mun kirkjukórinn syngja undir stjórn Þorbjargar Jóhannsdóttur.  Eftir hádegið kl. 14 (ath. ekki kl. 11 eins og misritaðist í Dagskránni!) verður síðan messa í Hrunakirkju á allra heilagra messu.  Þar mun Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngja undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Allir hjartanlega velkomnir – sjáumst í kirkju á sunnudaginn!