Framundan eru aðalsafnaðarfundir sókna í prestakallinu.  Þar verða reikningar viðkomandi sóknar og kirkjugarðs kynntir og bornir undir atkvæði.  Sömuleiðis er rætt um starfsemi síðasta árs og horft til starfs og framkvæmda á næsta ári.  Dagskrá aðalsafnaðarfundar (kosningar, reikningar, skýrslur, önnur mál) er að öðru leyti í samræmi við starfsreglur kirkjunnar um sóknarnefndir.

Aðalsafnaðarfundur Ólafsvallasóknar verður í bókasafninu í Brautarholti þriðjudaginn 24. apríl kl. 20.

Aðalsafnaðarfundur Stóra-Núpssóknar verður í Árnesi fimmtudaginn 26. apríl kl. 20.

Aðalsafnaðarfundur Hrunasóknar verður í safnaðarheimilinu í Hruna sunnudaginn 29. apríl kl. 20:30.

Aðalsafnaðarfundur Hrepphólasóknar verður í safnaðarheimilinu í Hrepphólum mánudaginn 7. maí kl. 20.

 

Sóknarfólk er eindregið hvatt til að mæta á fundina en þangað eru auðvitað allir velkomnir.

Sóknarnefndir og sóknarprestur