Sunnudaginn 18. mars verður þeim tímamótum fagnað að nú er lokið viðamiklum framkvæmdum og endurbótum innan dyra í Stóra-Núpskirkju.  Hátíðarmessa verður kl. 14 í kirkjunni þar sem kór og organisti annast undirspil og söng.  Kirkjan verður opin til skoðunar frá kl. 13.  Sóknarnefnd býður síðan til messukaffis í Árnesi að messu lokinni.  Fyrr um daginn eða kl. 11 verður síðan fjölskylduguðsþjónusta í Hrunakirkju.  Þar mun Barnakór Flúðaskóla syngja undir stjórn Önnu Þórnýjar Sigfúsdóttur og svo kirkjukórinn undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.  Biblíusaga og hreyfisöngvar á sínum stað.  Sjáumst í kirkju á sunnudaginn – allir velkomnir!