Sunnudaginn 11. mars nk. kl. 11 verður messa í Hrepphólakirkju.  Sr. Magnús Magnússon, sóknarprestur á Hvammstanga, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti.  Kirkjukór Hvammstangakirkju og Kirkjukór Hruna- og Hrepphólasókna syngja við messuna undir stjórn organistanna.  Allir velkomnir!