Sunnudaginn 21. janúar verða tvær messur í prestakallinu.  Sú fyrri er fjölskylduguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11 en þar munu m.a. tónlistarskólanemendur stíga á stokk. Biblíusaga, afmælisbörn og mikill söngur.  Undirleikari er Magnea Gunnarsdóttir.  Um kvölið verður síðan dægurlagamessa kl. 20:30 í Hrunakirkju.  Þar mun kirkjukórinn syngja nokkrar af perlum Magnúsar Eiríkssonar, tónlistarmanns, undir stjórn Stefáns Þorleifssonar, organista.  Hefðbundið messuform er brotið upp, lestrar, bæn og hugvekja á milli laga.  Allir hjartanlega velkomnir!