Fyrsta messa ársins í prestakallinu verður nýársmessa í Hrepphólakirkju sunnudaginn 7. janúar kl. 11.  Kirkjukórinn leiðir söng í fallegum og þjóðlegum sálmum undir stjórn Stefáns Þorleifssonar organista.  Þjóðlegur hádegisverður á eftir – í boði en baukur mun taka við frjálsum framlögum.  Sjáumst í kirkjunni – allir velkomnir!