Miðvikudagskvöldið 24. september kl. 20:30 verður kynningarfundur í safnaðarheimili Hrunakirkju á fermingarstörfum vetrarins.  Foreldrar og fermingarbörn eru boðuð til fundarins og verður rætt um skipulag fræðslunnar, þátttöku í helgihaldi og svo fermingardaga næsta vors.