Í gærkvöldi, 24. apríl, fór fram aðalsafnaðarfundur Stóra-Núpssóknar.  Skýrsla stjórnar var kynnt og afgreidd.  Ámundi var endurkjörinn í sóknarnefnd svo í nefndinni sitja áfram ásamt honum, Kristjana og Daði Viðar.  Á fundinum báru hæst umræður um framkvæmdir við kirkjuna sem ganga vel.  Smíðavinnu er lokið og framundan er málningarvinna auk þess sem píparar og rafvirki eiga eftir nokkur handtökin.  Vonast er til að hægt verði að messa í kirkjunni síðla hausts.  Að venju voru dásamlegar veitingar á fundinum og góðar umræður um málefni kirkju og kristni, bæði í sókninni sem og á landinu öllu.