Í dag 19. júní fögnum við því að 100 ár eru síðan konur fengu kosningarétt.  Þótt enn sé nokkuð í land í að jafnrétti hafi náðst á hinum ýmsu sviðum samfélagsins þá ber að fagna stórum sigrum í jafnréttisátt.  Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti árið 1980 og það hafði gríðarleg áhrif á jafnréttisbaráttuna.  Í kirkjunni urðu tímamót þegar Agnes M. Sigurðardóttir var kjörinn biskup Íslands, fyrst íslenskra kvenna, fyrir fáeinum árum.  Og nú eru tveir af þremur biskupum landsins konur.  Í þessari viku gerðist það í fyrsta skipti í íslenskri kirkjusögu að tvær konur voru kjörnar til prestsþjónustu í sama prestakallinu, þe í Selfossprestakalli.  Í sóknarnefndum Hrunaprestakalls er gott jafnvægi á milli karla og kvenna, konur eru formenn í tveimur sóknarnefndum og karlar í tveimur.  Áfram skal haldið í jafnréttisátt – gleðilega hátíð!