Gleðin var svo sannarlega við völd í fjölskylduguðsþjónustu í Ólafsvallakirkju á sumardaginn fyrsta.  Börn úr Þjórsárskóla sungu hressileg lög eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni og einnig vor- og sumarlög.  Kirkjan var þétt setin og ungir sem aldnir tóku virkan þátt í messunni í hreyfisöngvum og sálmasöng.  Flutt var hugvekja og biblíusaga.  Helga Kolbeinsdóttir stýrði barnasöngnum og Magnea Gunnarsdóttir lék undir á píanó.  Frábær byrjun á sumri!