Æskulýðsdagur kirkjunnar er sunnudaginn 1. mars.  Þá verður messa unga fólksins í Hrunakirkju.  Fólk framtíðarinnar, nemendur úr 9. og 10. bekk Flúðaskóla, annast messuna í tali og tónum.  Við fáum að sjá nýja uppfærslu á Dansinum í Hruna, heyrum hvað unga fólkið okkar er að hugsa, hverjar eru bænir þess, óskir og draumar.  Hlustum á efnilegt tónlistarfólk – söng og spil.  Sem sagt:  Taktu frá tímann fyrir hádegi á sunnudaginn.  Messan hefst stundvíslega kl. 11 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Þess má geta að messa unga fólksins er fyrsti viðburðurinn af nokkrum í afmælisdagskrá í tilefni af 150 ára afmæli Hrunakirkju.