Undirbúningur er þegar hafinn fyrir fyrsta viðburðinn á 150 ára afmælisári Hrunakirkju.  Nemendur í 9. og 10. bekk Flúðaskóla í samráði við umsjónarkennara og sóknarprest undirbúa ,,Messu unga fólksins” sem verður sunnudaginn 1. mars kl. 11.  Þar mun unga fólkið bera uppi heila messu í tali og tónum.  Takið morguninn frá – enginn ætti að missa af þessum viðburði!