Sunnudaginn 15. febrúar verður fjölskylduguðsþjónusta í Hrepphólakirkju kl. 11.  Biblíusaga, mikill söngur og notaleg samvera.  Síðan verður messa kl. 14 í Ólafsvallakirkju þar verður Biblíunnar minnst í tali og tónum.  Organisti er Þorbjörg Jóhannsdóttir og kirkjukórinn leiðir sönginn.  Sjáumst í kirkjunni!  Allir velkomnir.