Næsta sunnudag 8. febrúar er Biblíudagurinn.  Þá er hin helga bók í brennidepli og áhrif hennar í samtímanum.  Í Hrunaprestakalli verður haldið upp á Biblíudaginn í messu sunnudaginn 15. febrúar í Ólafsvallakirkju.  Á þessu ári fær Biblíudagurinn enn meiri athygli en oft áður því haldið er upp á 200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags.  Það var stofnað árið 1815.