Í síðustu viku átti sóknarprestur fund með nemendum í 10. bekk Flúðaskóla ásamt umsjónarkennara.  Þar var verið að leggja línurnar fyrir unglingamessu sem verður í Hrunakirkju sunnudaginn 1. mars nk. kl. 11.  Lagt er upp með það að nemendur úr 9. og 10. bekk skipuleggi messu frá upphafi til enda og flytji þar bæði talað mál og sungið.  Þessi viðburður er liður í dagskrá í tengslum við 150 ára afmæli Hrunakirkju.  Í næstu viku verður æfing í kirkjunni en spennandi verður að sjá hvernig messu unga fólkið okkar vill bjóða söfnuðinum upp á.