Framundan eru framkvæmdir við Stóra-Núpskirkju.  Ráðist verður í að rétta og lagfæra gólf kirkjunnar sem staðið hefur fyrir dyrum um nokkra hríð.  Þetta þýðir að messuhald liggur niðri á meðan á framkvæmdum stendur en stefnt er að því að syngja páskamessuna á nýlagfærðu gólfinu þann 5. apríl kl. 14.  Þangað til er bent á helgihald í öðrum kirkjum prestakallsins.