Dagskrá helgihaldsins í Hrunaprestakalli í vetur, vor og sumar liggur fyrir.  Hana má sjá undir liðnum ,,Safnaðarstarf” hér fyrir ofan.  Sem fyrr er stefnt að reglulegu og fjölbreyttu starfi.  Ein fjölskylduguðsþjónusta verður í hverjum mánuði til vors og svo er auðvitað hefðbundið helgihald um páska.  Útiguðsþjónusta, hestamannamessa, síðsumarsmessa og uppskeruhátíð eru svo meðal þeirra stefnumóta sem boðað er til í kirkjunum í sumar.