Fyrsta sunnudag í aðventu, 30. nóvember nk. kl. 20:30, verður aðventukvöld í Félagsheimilinu á Flúðum.  Kór eldri Hrunamanna syngur ásamt kirkjukórnum.  Fermingarbörnin sýna helgileik.  Ræðumaður á aðventukvöldinu verður nýskipaður héraðslæknir okkar uppsveitamanna, Lýður Árnason.  Boðið verður upp á kaffi og piparkökur á eftir.   Hruna- og Hrepphólasóknir standa sameiginlega að aðventukvöldinu.  Allir velkomnir!