Viltu ganga í þjóðkirkjuna og þannig tryggja að sóknargjöldin renni til uppbyggingar í þínu nærumhverfi?  Hver einasta króna sóknargjaldsins sem þú greiðir mánaðarlega fer í uppbyggingu á kirkjustarfi í þinni sókn.  Það er einfalt mál að ganga í þjóðkirkjuna. Fylla þarf eitt eyðublað, prenta það út og senda! Eyðublað þetta til útprentunar má nálgast á heimasíðu Þjóðskrár (skra.is) og þau má einnig fá hjá prestunum. Einnig er hægt að ganga frá skráningunni með rafrænum skilríkjum:

Fyrir börn yngri en 16 ára
Báðir foreldrar eða forsjármenn þurfa að skrifa undir tilkynningar barna sinna yngri en 16 ára. Börn sem eru orðin 12 ára þurfa einnig að skrifa undir sína umsókn með forsjármönnum. Eyðublöðin má skila í hendur sóknarpresta eða senda sem símbréf (515 5310) til Þjóðskrár eða í pósti, merkt: Þjóðskrá, Borgartúni 21, 105 Reykjavík.  Nánari upplýsingar veitir sr. Óskar í s. 856-1572.