Í fermingarfræðslusamverunni í dag, 24. nóvember, var boðið upp á heitt kakó og jólaköku.  Tilefnið var að nú er aðventan í nánd.  Að því búnu var hafist handa við að æfa helgileik sem fluttur verður á aðventukvöldunum sem framundan eru næstu tvö sunnudagskvöld.  Var helgileikurinn bæði æfður í safnaðarheimilinu og í kirkjunni.  Að lokinni helgistund í kirkjunni var brugðið á leik í safnaðarheimilinu.