Aðventuguðsþjónusta sem vera átti í Hrepphólakirkju sunnudaginn 7. desember kl. 11 flyst yfir í Hrunakirkju (á sama tíma).  Er þetta gert vegna þess hve margir þátttakendur verða í guðsþjónustunni en barnakór Flúðaskóla mun syngja og auk þess sýna nemendur í 5. bekk helgileik.  Það má því búast við góðri mætingu en allir ættu þó vel að komast fyrir í Hrunakirkju. Helstu viðburðir á aðventu eru því:

29. nóv. – laugardagur:  Helgistund í Hrepphólakirkju kl. 15.  Kveikt á ljósum í kirkjugarði.

30. nóv. – sunnudagur:  Aðventuguðsþjónusta í Ólafsvallakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu á Flúðum kl. 20:30.

7. des. – sunnudagur:  Aðventuguðsþjónusta í Hrunakirkju kl. 11 og aðventukvöld í félagsheimilinu í Árnesi kl. 20.