Sjóðurinn góði – fjárhagsaðstoð fyrir jólin

Sjóðurinn góði er samstarfsverkefni sóknarkirkja í Árnessýslu, Rauða krossins, félagsþjónustu Árborgar, félagsþjónustu Árnesþings og ýmissa félagasamtaka í Árnessýslu. Þetta samstarf hefur staðið síðan árið 2008 og hefur þann tilgang að veita aðstoð fyrir jólahátíðina til handa þeim sem ekki eiga fyrir nauðþurftum. Síðustu ár hefur sjóðurinn einnig verið í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar varðandi þessa aðstoð.

Dagana 2. og 3. desember nk. verður hægt að sækja um fjárhagsaðstoð úr sjóðnum, í Selinu við Engjaveg 44 frá kl 10 – 14 báða dagana. Einnig munu prestar viðkomandi kirkjusókna taka við umsóknum og aðstoða við umsóknarferlið. Aðstoðin er í formi korta sem eingöngu er hægt að nýta í matvöruverslunum í Árnessýslu.

Hafi umsækjendur áður fengið kort frá Hjálparstofnun kirkjunnar eða frá Sjóðnum góða á síðasta ári er hægt að sækja um að lagt verði inn á kortið.

Mikilvægt er að umsækjendur virði ofangreinda umsóknardaga.

Vilji einhver leggja Sjóðnum góða lið þá eru öll framlög vel þegin. Reikningsnúmer sjóðins er: 325-13-301169, kennitala 5602692269. Þessi reikningur er í vörslu Selfosssóknar og lýtur sama hætti og aðrir reikningar sóknarinnar

Comments are closed.